Lýsing

Helgarferð á Herðubreið  4 skór

17.–19. júlí

Brottför kl. 17 á einkabílum (góðum jeppum) frá FFA, Strandgötu 23

Fararstjórn: Selma S. Malmquist


Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið Herðubreið (1682 m). Gist í skála FFA við Drekagil eða í tjaldi. Nauðsynlegt að vera á jeppum sem komast að uppgöngunni á Herðubreið. Hægt er að sameinast í bíla og því gott að vita ef einhverjir geta tekið farþega. 

Hjálmur er nauðsynlegur öryggisbúnaður auk þess þarf að hafa með jöklabrodda og ísöxi til öryggis.

Dagskrá ferðarinnar:

1. d., föstudagur: Lagt af stað frá Akureyri kl. 17. Ekið í Drekagil, gist þar. Kvöldrölt um svæðið ef vill.

2. d., laugardagur: Gengið á Herðubreið. Gangan á Herðubreið er stutt (6 km upp og niður) og brött (1000 m hækkun). Sjálf gangan getur tekið 6 – 7 klst. Gist aftur í Drekagili.

3. d., sunnudagur: Heimferð. Margt er að sjá í Drekagili og fólki gefst tækifæri til að skoða sig um á svæðinu áður en haldið er heim. Gert er ráð fyrir að koma til Akureyrar seinnipart dags.

Vegalengd alls 6 km. Gönguhækkun: 1000 m.


Verð: Í skála 21.000 / 26.000 kr. Í tjaldi 15.500 / 18.000 kr. Innifalið: Gisting í tvær nætur og fararstjórn.

Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.


Stefnt er að því að hafa örnámskeið í notkun jöklabrodda og ísaxa í vetur.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 3-4 skór

    Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.




    Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.


    ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf


    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Göngustafir ef vill

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír

    Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri

    Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar

    Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur

    Kort, áttaviti, GPS tæki